Hoppa yfir valmynd
25. febrúar 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

Menningarlandið 2013 – ráðstefna um framkvæmd og framtíð menningarsamninga

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga, og Menningarráð Suðurlands í samstarfi við önnur menningarráð landsbyggðarinnar boða til ráðstefnunnar Menningarlandið 2013 – framkvæmd og framtíð menningarsamninga, sem fram fer á Icelandair Hótel Klaustri 11. og 12. apríl.

Megintilgangur ráðstefnunnar er að ræða framkvæmd og framtíð menningarsamninga ríkis og sveitarfélaga, sem og samstarf ríkis og sveitarfélaga við menningarráðin sem stofnuð hafa verið um land allt á undanförnum árum í kjölfar menningarsamninganna. Samningarnir, sem eru sjö talsins í jafnmörgum landshlutum, fela í sér markvissan stuðning ríkissjóðs við menningarstarf og menningarferðaþjónustu gegn mótframlagi sveitarfélaga og einkaaðila í héraði. Menningarsamningarnir renna allir út á þessu ári og því þarf að meta reynsluna af þeim til að geta gert áætlanir um framhaldið, m.a. með tilliti til Sóknaráætlunar 20/20.

Fyrir hverja? Allir þeir sem á einn eða annan hátt tengjast menningarstarfi og menningarferðaþjónustu á Íslandi eru hvattir til að taka dagana 11. og 12. apríl frá og mæta á ráðstefnuna, enda verða umræðurnar þar grundvöllur að frekara samstarfi ríkis og sveitarfélaga um menningarsamningana.

Dagskrá ráðstefnunnar er í vinnslu og verður birt þegar hún er fullmótuð.

Skráning á ráðstefnuna.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta