Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2013 Dómsmálaráðuneytið

Kjördagur auglýstur 27. apríl næstkomandi

Innanríkisráðuneytið hefur samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis auglýst að kjördagur vegna komandi alþingiskosninga skuli vera laugardagurinn 27. apríl 2013. Þá hefur ráðuneytið upplýst sýslumenn og utanríkisráðuneytið um þessa auglýsingu svo kosning utan kjörfundar geti hafist innanlands og erlendis laugardaginn 2. mars næstkomandi samkvæmt 57. gr. laganna.

Samkvæmt 45. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. og 20. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, með síðari breytingum, skulu almennar reglulegar alþingiskosningar fara fram eigi síðar en við lok kjörtímabils. Upphaf og lok kjörtímabils miðast við sama vikudag í mánuði, talið frá mánaðamótum, þó að einstöku kosningar hafi ekki farið fram á þeim degi. Síðustu alþingiskosningar voru haldnar 25. apríl 2009. Þetta þýðir, samkvæmt framangreindu, að almennar reglulegar alþingiskosningar skulu fara fram 27. apríl 2013.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram hjá sýslumönnum um land allt á aðalskrifstofum eða útibúum þeirra. Sýslumenn auglýsa hvar og hvenær atkvæðagreiðsla getur farið fram. Utanríkisráðuneytið sér um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar erlendis og mun kynna hvar og hvenær hægt er að greiða atkvæði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum