Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2013 Félagsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Skýrsla um Farsæld og baráttu gegn fátækt kynnt í velferðarráðuneytinu

Farsæld. Baráttan gegn fátækt á Íslandi
Farsæld. Baráttan gegn fátækt á Íslandi

Samstarfshópur um enn betra samfélag sem stendur að nýlegri skýrslu um Farsæld og baráttu gegn fátækt á Íslandi kynnti efni hennar og áherslur á fundi í velferðarráðuneytinu í dag. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir skýrsluna og hugmyndafræðina sem þar er kynnt góðan grundvöll að byggja á í umræðu um fátækt á Íslandi.

Aðdragandann að gerð skýrslunnar má rekja til þess að fulltrúar Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða krossins í Reykjavík leituðu til ýmissa félaga og stofnana um samstarf til að ræða leiðir og leita að lausnum til að berjast gegn fátækt á Íslandi. Fjöldi fólks sem starfar að velferðarmálum tók þátt í starfinu og lagði samstarfshópnum til hugmyndir og ábendingar sem birtast í skýrslunni. Höfundar skýrslunnar leggja áherslu á að nálgast þurfi umræðu og aðgerðir gegn fátækt á annan hátt en gert hafi verið. Virkja þurfi fólk til að nýta styrkleika sína og uppræta ölmusuhugsun, huga að mannlegri reisn og mannréttindum og ganga út frá styrkleikum fólks fremur en veikleikum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira