Hoppa yfir valmynd
4. mars 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

Formaður félags sauðfjárbænda á Grænlandi í heimsókn

Steingrímur J. Sigfússon og Lars Nilsen
Steingrímur J. Sigfússon og Lars Nilsen

Mánudaginn 4. mars kom Lars Nilsen, formaður félags sauðfjárbænda á Grænlandi til fundar með Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. 
Lars Nilsen er hér í boði ráðherra og Bændasamtaka Íslands í tilefni setningu Búnaðarþings. Markmið með heimsókninni er að efla tengsl grænlenskra sauðfjárbænda og Bændasamtakanna svo og að auka samvinnu þessara aðila á sviði leiðbeininga, rannsókna og annars er lýtur að sauðfjárrækt.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta