Formaður félags sauðfjárbænda á Grænlandi í heimsókn
Mánudaginn 4. mars kom Lars Nilsen, formaður félags sauðfjárbænda á Grænlandi til fundar með Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.
Lars Nilsen er hér í boði ráðherra og Bændasamtaka Íslands í tilefni setningu Búnaðarþings. Markmið með heimsókninni er að efla tengsl grænlenskra sauðfjárbænda og Bændasamtakanna svo og að auka samvinnu þessara aðila á sviði leiðbeininga, rannsókna og annars er lýtur að sauðfjárrækt.