Hoppa yfir valmynd
11. mars 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

Hönnunarmars 14. - 17. mars 2013

Hönnunarmars 2013
Hönnunarmars 2013

HönnunarMars fer fram í fimmta skiptið, dagana 14. - 17. mars 2013. Það eru íslenskir hönnuðir og arkitektar sem bera hitann og þungann af dagskrá hátíðarinnar sem spannar langa helgi og býður til ótal viðburða, innsetninga og sýninga.

HönnunarMarsinn spannar vítt svið, allt frá helstu hönnuðum þjóðarinnar sem sýna hvað í þeim býr, til nýútskrifaðra hönnuða sem eru stíga sín fyrstu skref. Á HönnunarMars er hönnun kynnt sem atvinnugrein sem byggir á traustum grunni og gegnir veigamiklu hlutverki í samtímanum.

HönnunarMars 2013 hefst eins og áður með spennandi fyrirlestradegi, á fimmtudeginum 14. mars þar sem framúrskarandi erlendir hönnuðir og arkitektar veita innblástur með þekkingu sinni og reynslu. Á föstudeginum verður kaupstefnumótið DesignMatch haldið í Norræna húsinu þar sem íslenskum hönnuðum gefst tækifæri á að hitta norræna kaupendur.

Frá opnun hátíðarinnar á fimmtudeginum fram á sunnudag eru sýningar hönnuða og arkitekta opnar. Á HönnunarMars býðst tækifæri að auðga andann og hljóta innblástur af hinni taumlausu sköpunargleði sem ríkir innan hönnunarsamfélagsins.
HönnunarMars 2013

Allt um hönnunarmars:

Hönnunarmiðstöð Íslands

HönnunarMars 2013 - Einkenni verður til

H eins og í HönnunarMars 2013 - HAF by Hafsteinn Júlíusson

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta