Heillaóskir til nýs forsætisráðherra Kína

Forsætisráðherra hefur sent nýkjörnum forsætisráðherra Kína, Li Keqiang, árnaðaróskir með embættið. Forsætisráðherra lýsir ánægju sinni með vaxandi samskipti og samstarf þjóðanna á ýmsum sviðum, svo og auknum tækifærum sem muni felast í því að ljúka fríverslunarsamningi.
Jafnframt hefur forsætisráðherra sent kveðjubréf til fráfarandi forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, sem heimsótti Ísland í apríl síðastliðnum. Í þeirri heimsókn var lagður grunnur að og undirritaðir fjölmargir samstarfssamningar, auk þess sem ákveðið var að efla vinnu við fríverslunarviðræðurnar sem þá höfðu staðið frá 2007.