Danskir menntaskólanemar ræða við ráðherra
Í hverjum mánuði fær ráðherra til sín fjölda blaðamanna og rannsakenda frá öllum heimsins hornum. Í gær fundaði Steingrímu J. t.d. með hópi danskra menntaskólanema sem eru hér á landi í skólaferðalagi gagngert til að rannsaka hvaða áhrif efnahagshrunið hefur haft á íslenskt samfélag.
Kennari og fararstjóri hópsins er Flóvin Þór Næs en hann á íslenska móður og færeyskan föður. Flóvin kennir stærðfræði og heimspeki við Haslev Gymnasium í Danmörku og eru nemendurnir sem hingað koma með honum allir á félagsfræðibraut.