Heildarúttekt á íslenskri ferðaþjónustu
Í gær var kynnt skýrsla sem breska ráðgjafafyrirtækið PKF hefur unnið fyrir Íslandsstofu og Græna hagkerfið um ferðaþjónustu á Íslandi. Í skýrslunni er tekið á málefnum sem snerta innviði, markaðssetningu, fjárfestingar, uppbyggingu á ferðaþjónustu og stefnumótun ásamt því að gerð er tillaga að aðgerðaráætlun.
Meðal helstu styrkleika sem dregnir eru fram má nefna að Ísland er öruggt og hreint og sex af þeim tíu þjóðum heims sem mestu eyða í ferðalög eiga auðvelt með að komast hingað með beinu flugi.
Þá er í skýrslunni lögð áhersla á að skilgreint sé hvers konar ferðamenn æskilegt er að fá til landsins en ekki einblínt um of á tölur um fjölda ferðamanna – mikilvægt sé að finna jafnvægið þarna á milli.