Hoppa yfir valmynd
5. apríl 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

Ný lög um aukinn hlut endurnýjanlegra orkugjafa í bifreiðaeldsneyti

Alþingi hefur sett lög um orkuskipti í samgöngum sem munu auka verulega hlut endurnýjanlegra orkugjafa frá því sem nú er, sem er innan við eitt prósent.  Árið 2014 munu söluaðilar eldsneytis hér á landi þurfa að tryggja það að a.m.k. 3,5% af eldsneytinu sem þeir selja til samgangna verði af endurýjanlegum uppruna. Ári síðar hækkar þessi hlutur í 5%.

Hlutur endurnýjanlegrar orku í samgöngum á Íslandi er innan við eitt prósent og er töluvert á eftir nágrannalöndunum.  Þróunin hefur verið hæg hér á landi, m.a. vegna dýrrar tækni, skorts á innviðum sem styðja við nýja tækni og vegna hægrar endurnýjunar bílaflota.
Til þess að mæta kröfunni um aukinn hlut endurnýjanlegrar orku í samgöngum hafa nær allar þjóðir Evrópusambandsins auk Noregs nú innleitt kvaðir um íblöndun eða lágmarkssölu eldsneytis af endurnýjanlegum uppruna.

Söluaðilum er frjálst að velja hvaða eldsneytistegundir þeir hafa í boði, hvort um er að ræða eldsneyti í hreinu formi (t.d. metan eða lífdísill) eða jarðeldsneyti með ákveðnu hlutfalli af lífeldsneyti blönduðu saman við (t.d. etanól eða metanól).  

Lögin og umræða á Alþingi


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta