Hoppa yfir valmynd
18. apríl 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

Upptökur af erindum sem flutt voru á "Menningarlandið 2013" komnar á netið

Menningarlandið 2013
Menningarlandið 2013

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Menningarráð Suðurlands í samstarfi við önnur menningarráð landsbyggðarinnar boðuðu til ráðstefnunnar Menningarlandið 2013 – framkvæmd og framtíð menningarsamninga, sem haldin var á Kirkjubæjarklaustri. 

Megintilgangur ráðstefnunnar var að ræða framkvæmd og framtíð menningarsamninga ríkis og sveitarfélaga, sem og samstarf ríkis og sveitarfélaga við menningarráðin, sem stofnuð hafa verið um land allt á undanförnum árum í kjölfar menningarsamninganna.
Samningarnir, sem eru sjö talsins í jafnmörgum landshlutum, fela í sér markvissan stuðning ríkissjóðs við menningarstarf og menningarferðaþjónustu gegn mótframlagi sveitarfélaga og einkaaðila í héraði. Menningarsamningarnir renna allir út á þessu ári og því var ákveðið að meta reynsluna af þeim til að geta gert áætlanir um framhaldið, m.a. með tilliti til sóknaráætlana landshluta.

Dagskrá
Á dagskrá ráðstefnunnar  voru erindi og umræður þar sem m.a. var rætt um:

  • Hvers virði er öflugt menningarstarf fyrir samfélagið?
  • Hver er reynslan af menningarsamningum ríkis og samtaka sveitarfélaga?
  • Hafa upphafleg markmið sem lágu að baki samningunum náðst?
  • Hvaða áhrif hafa breytingar í tengslum við sóknaráætlanir landshluta á menningarsamninga og starfsemi menningarráða?
  • Hvernig er hægt að tryggja að úthlutun opinberra fjármuna til list- og menningartengdra verkefna sé faglega unnin?
  • Hvaða þýðingu hefur hin nýja menningarstefna sem Alþingi samþykkti á dögunum?



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta