Hoppa yfir valmynd
19. apríl 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

Sjöttu bekkingar í Langholtsskóla heimsækja ráðuneytið

Nemendur og ráðherra
Nemendur og ráðherra

Það eru að jafnaði haldnir ansi margir og merkilegir fundir í hverri viku í ráðuneytinu en vonandi misvirðir það enginn þó að við fullyrðum að einn allra skemmtilegasti fundurinn á árinu hafi verið fundur ráðherra og forstjóra Hafrannsóknarstofnunar með sjöttu bekkingum í Langholtsskóla.

Sjöttu bekkingarnir fjölmenntu í fyrirlestrasalinn á fyrstu hæð með kennurum sínum  þeim Gísla, Guðbjörgu og Kolbrúnu. Steingrímur J. Sigfússon hélt stutta tölu um sjávarútvegsmál og að henni lokinni tóku við mjög svo fjörlegar umræður þar sem að ráðherra svaraði fjölbreyttum spurningum nemendanna sem snerust m.a. um stjórnmál, starfsskyldur ráðherra, Evrópusambandið, hvaða fótboltalið væri best og uppáhalds mat og alls ekki uppáhalds mat ráðherra (banani!).

Þegar ráðherra hafði kvatt nemendur tók við fyrirlestur hjá Jóhanni Sigurjónssyni forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Jóhann fræddi nemendur um rannsóknir stofnunarinnar með sérstakri áherslu á hvali. Nemendur voru mjög áhugasamir um þetta efni en þess má geta að fyrirlesturinn hafði verið saminn fyrir nemendur á háskólastigi en var við þetta tilefni örlítið „poppaður upp“.  

Það er mátti ekki á milli sjá hver skemmti sér best - ráðherra, Hafróforstjórinn eða nemendur og það voru glaðir sjöttubekkingar sem héldu út í vorið. Hver veit nema að í hópnum leynist framtíðar vísindamenn  fyrir Hafrannsóknastofnun, sjómenn …  eða kannski ráðherrar!

Langholtsskóli


Nemendur og ráðherra

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta