Aukin fjárveiting til Skóla á grænni grein
Samningur undirritaður um auknar fjárveitingar til Grænfánaverkefnisins og nemendur útnefndir sem Varðliðar umhverfisins.

Á degi umhverfisins 24. apríl sl. undirrituðu Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar viðauka við núgildandi samning um verkefnið Skóla á grænni grein, sem Landvernd stýrir. Verkefnið er einnig þekkt sem Grænfánaverkefnið. Viðaukinn kveður á um auknar fjárveitingar á yfirstandandi ári, m.a. í því skyni að styðja sérstaklega þátttökuskóla við að efla menntun til sjálfbærni í samræmi við aðalnámskrár.
Þá mun Landvernd safna og miðla árangursríkum verkefnum milli þátttökuskóla, stuðla að auknu samstarfi milli skóla og aukinni þátttöku nærsamfélagsins í umhverfisstarfi. Þá voru við sama tækifæri nemendur í Kerhólsskóla í Grímsnes- og Grafningshreppi, Melaskóla í Reykjavík og Patreksskóla á Patreksfirði útnefndir Varðliðar umhverfisins.
- Sjá nánar á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytis.