Hoppa yfir valmynd
29. apríl 2013 Forsætisráðuneytið

Tillögur að upplýsinga- og samskiptastefnu  Stjórnarráðsins - Umsagna leitað um tillögurnar til 31. maí 2013

Drög að fyrstu upplýsinga- og samskiptastefnu Stjórnarráðs Íslands eru nú birt hér á vef ráðuneytisins til umsagnar og samráðs, í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar 23. apríl sl.

Fulltrúar allra ráðuneyta komu að vinnslu tillagnanna undir forystu forsætisráðuneytisins.  Lögð var áhersla á að stefnan yrði hnitmiðuð og markviss þar sem tiltekin markmið og gildi yrðu höfð að leiðarljósi.

Kjarni þessarar stefnu birtist í sjö tölusettum liðum. Honum svipar til sambærilegrar upplýsinga- og samskiptastefnu sem í gildi er víða, t.d. á Norðurlöndum.

Leitað er samráðs og umsagna um tillögurnar sem hér eru birtar. Frestur til að skila inn umsögnum er til 31. maí næstkomandi og ber að skila þeim til forsætisráðuneytisins: [email protected].

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira