Hoppa yfir valmynd
2. maí 2013 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Morgunverðafundur um menntun innflytjenda 3. maí

Fyrirhuguð er morgunverðarfundaröð um menntun innflytjenda í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Fjölmenningarseturs og Reykjavíkurborgar.

Morgunverðarfundir um menntun innflytjenda

Í framhaldi af HringÞingi um menntun innflytjenda, í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Fjölmenningarseturs og Reykjavíkurborgar er boðað til nokkurra morgunverðarfunda

Annar morgunverðarfundurinn var haldinn föstudaginn 3. maí kl. 8-10 á Grand hótel Reykjavík.

Virkt tvítyngi - íslenskukennsla fyrir nemendur með íslensku sem annað mál og móðurmálskennsla nemenda af erlendum uppruna


Dagskrá:

8.00-8.15     Skráning og morgunverður.
8.15-8.35     Tvítyngi og fjöltyngi, ávinningur fyrir einstakling og samfélag. Fríða Bjarney Jónsdóttir verkefnisstjóri
                       fjölmenningar í leikskólum Reykjavíkur.
8.35-8.55     Tvítyngi og fjöltyngi í framhaldsskóla– sjónarhorn framhaldsskólanemenda.  Fulltrúar frá
                       Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
8.55-9.15     Íslenskukennsla fyrir nemendur með íslensku sem annað mál - grunnskólinn. Sjónarhorn
                      móttökudeildarstjóra. Kristrún Sigurjónsdóttir, Lækjarskóla í Hafnarfirði.
9.15-9.35     Íslenskukennsla fyrir nemendur með íslensku sem annað mál - leikskólinn. Söguskjóður - foreldratengt
                      verkefni. Helga Björt Möller, kennsluráðgjafi á Dalvík.
9.35-9.55     Móðurmálskennsla nemenda af erlendum uppruna - sjónarhorn foreldra. Renata Emilsson Pesková frá
                       samtökunum Móðurmál.
9.55-10.00 Samantekt og slit. Ingibjörg Einarsdóttir, Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar.

  • Fundarstjóri, Guðni Olgeirsson.


Næstu fundir í morgunverðarfundarröðinni verða:

31. maí - Innflytjendur með takmarkaða formlega menntun.
13. júní – Samráðsvettvangur kennsluráðgjafa, náms- og starfsráðgjafa og fleiri sérfræðinga af öllum skólastigum.
         

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira