Hoppa yfir valmynd
6. maí 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

Auglýsing um framhaldsstyrki til rannsókna- og þróunarverkefna 2013

.

Verkefnasjóður sjávarútvegsins, deild um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði, auglýsir eftir umsóknum um styrki til

framhaldsverkefna.

Sjóðurinn mun styrkja rannsóknir á sjávarlífverum sem nú eru nytjaðar eða sem mögulegt væri að nytja. Áhersla verður lögð á verkefni sem efla rannsókna- og þróunarstarf á lífríki sjávar og styrkja til lengri tíma litið sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins og samkeppnishæfni sjávarútvegs.

Þar sem minna fjármagn en verið hefur er til ráðstöfunar í sjóðnum verða í ár einungis veittir styrkir til framhaldsverkefna. Þeir sem fengu styrk úr sjóðnum við síðustu úthlutun og hyggjast sækja um framhaldsstyrk skulu skila skýrslu um stöðu verkefnisins, ella koma viðkomandi umsóknir ekki til greina við úthlutun.

Styrkur nemur að hámarki 50% af áætluðum heildarkostnaði viðkomandi verkefnis og er veittur til eins árs í senn.

Umsóknarfrestur er til 31. maí 2013 og skulu umsóknir sendar til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknir skulu einnig berast á rafrænu formi á netfangið [email protected]. Umsóknir sem berast eftir 31. maí verða ekki teknar gildar nema póststimpill sýni að umsóknin hafi verið póstlögð ekki síðar en þann dag.

Nánari upplýsingar um sjóðinn og leiðbeiningar um frágang umsókna er að finna á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins anr.is


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta