Hoppa yfir valmynd
10. maí 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

Fundað með Bændasamtökunum og Bjargráðasjóði vegna ástandsins á Norður og Austurlandi

Fulltrúar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Bændasamtökunum, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Bjargráðarsjóði héldu sinn annann fund  í morgun til að fara yfir stöðu mála á Norður og Austurlandi þar sem víða eru mikil snjóþyngsli og á mörgum bæjum hætta á kali vegna klaka á túnum.

Á fundinum var m.a. farið yfir  stöðu mála hvað varðar hey- og fóðurbirgðir og jafnframt hvort nægjanlegt magn væri til af sáðvöru og áburði. Þá var auk þess rætt um aðkomu ríkis og sveitarfélaga að málinu.

Eins og sakir standa er erfitt að meta nákvæmlega umfang vandans þar sem að það ræðst m.a. af veðurfari næstu vikna. Það þykir því rétt að búa sig undir það versta en vona um leið hið besta.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta