Hoppa yfir valmynd
11. maí 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

Haustpróf í verðbréfaviðskiptum 2013

Prófnefnd verðbréfaviðskipta stendur fyrir haustprófum í verðbréfaviðskiptum sem hér segir:

Próf úr I. hluta

  • 19. ágúst 2013- Íslensk réttarskipun og Evrópuréttur, Ábyrgðir, Ágrip   úr réttarfari.
  • 20. ágúst 2013- Viðfangsefni úr fjármunarétti, Félagaréttur.
  • 21. ágúst 2013 - Viðskiptabréfareglur, Veðréttindi, Þinglýsingar

 Próf úr II. hluta

  • 22. ágúst 2013- Grunnatriði í fjármálafræðum.
  • 23. ágúst 2013 - Þjóðhagfræði.
  • 26. ágúst 2013- Greining ársreikninga.

 Próf úr III. hluta

  • 27. ágúst 2013- Lög og reglur um fjármagnsmarkaðinn.
  • 28. ágúst 2013 - Markaðsviðskipti og viðskiptahættir.
  • 29. ágúst 2013- Helstu tegundir verðbréfa og gjaldeyrir: Hlutabréf, Skuldabréf, Afleiður og gjaldeyrir.
  • 30. ágúst 2013 - Fjárfestingarferli: Samval verðbréfa og sjóðastýring, Ráðgjöf og skattamál.

 

Próftími er 4 klukkustundir og tímasetning hvers prófs er 16:00-20:00.

Prófsefni greinir í prófsefnislýsingu prófnefndar verðbréfaviðskipta. Í henni er jafnframt útlistað hvaða hjálpargögn eru leyfileg í einstaka prófum. Prófsefnislýsinguna má nálgast á vefsvæði prófnefndar verðbréfaviðskipta á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytis

 

Um prófin fer samkvæmt reglugerð nr. 633/2003 um próf í verðbréfaviðskiptum.  -

Haustprófin verða haldin í húsakynnum á vegum Háskólans í Reykjavík, framkvæmdaraðila verðbréfaviðskiptaprófs veturinn 2012-2013. Ef skráðir próftakar ná lágmarksfjölda, 10 manns, en eru færri en 50 munu prófin fara fram í tölvuveri.

Einkunnir í einstökum prófum eru gefnar í heilum og hálfum tölum frá 0 til 10.  Til þess að standast verðbréfaviðskiptapróf þarf próftaki að hljóta a.m.k. 7,0 í meðaleinkunn úr þeim prófum sem hann hefur þreytt.  Próftaki telst ekki hafa staðist einstök próf hljóti hann lægri einkunn en 5,0.

Skráning í haustprófin fer fram á vefsíðu Opna háskólans í HR 

Skráningu í haustpróf lýkur 28. júní 2013. Greiðsla prófgjalds verður að hafa farið fram þann 5. júlí 2013.

Prófgjald vegna haustprófa er kr. 16.500 fyrir hvert próf. Vakin er athygli á að haustpróf verður ekki haldið nema að a.m.k. 10 manns hafi skráð sig í viðkomandi próf, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 633/2003 um próf í verðbréfaviðskiptum. Tilkynning um þau haustpróf sem verða haldin, verða send út til skráðra próftaka 29. júní 2013.

Greiðsluseðlar verða eingöngu sendir út vegna prófa sem verða haldin. Ekki er hægt að skrá sig úr prófi eftir 29. júní 2013 og greiðsluseðlar eru ekki felldir niður.

 

Reykjavík, 11. maí 2013.

Prófnefnd verðbréfaviðskipta


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta