Hoppa yfir valmynd
21. maí 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

Ný reglugerð um bann við hvalveiðum

Í ljósi þess að hvalveiðitímabil er nú að hefjast óskaði ráðherra eftir tillögum nefndar, sem  nú er að störfum í tengslum við stefnumörkun í hvalveiðimálum, um það hvernig griðasvæði hvala skyldi afmarkað í Faxaflóa. Meirihluti nefndarinnar telur ljóst að umfang hvalaskoðunar og þjóðhagslegt mikilvægi hennar hafi aukist á undanförnum árum og mikilvægt sé að umgjörð hvalaskoðunar og hvalveiða sé með þeim hætti að ásættanlegt teljist fyrir báðar atvinnugreinar. 

Tillaga meirihluta nefndarinnar er sú að griðasvæði hvala verði stækkað í Faxaflóa og verði frá Garðskagavita og beina línu að Arnarstapa.

Við ákvörðun um afmörkun griðasvæðisins í Faxaflóa hafði ráðherra að leiðarljósi hagsmuni hvalaskoðunar- og hvalveiðifyrirtækja og jafnframt var stuðst við tillögur meirihluta nefndarinnar.  Ákvörðun ráðherra um nýtt griðasvæði hvalveiða í Faxaflóa gengur skemur en tillögur meirihluta nefndarinnar. Nýtt griðasvæði hvala í Faxaflóa afmarkast nú frá Garðskagavita og beina línu norður að Skógarnesi. Ákveðið var hins vegar að griðasvæði hvala á Skjálfandaflóa skuli vera óbreytt.

Reglugerðin tekur gildi á miðnætti.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta