Varaborgarstjórinn í Peking heimsækir ANR
Í morgun kom til fundar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sendinefnd frá Kína undir forystu Lin Keqing varaborgarstjóra Peking. Á móti hópnum tók Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri ásamt öðrum fulltrúum ráðuneytisins.
Málefni sjávarútvegs voru einkum til umræðu á fundinum og sagði Lin Keging að mikil eftirspurn væri eftir fiskafurðum í Peking enda væru íbúar borgarinnar 20 milljónir. Jafnframt var rædd sjálfbær nýting fiskistofna og mikilvægi fæðuöryggis.
Málefni sjávarútvegs voru einkum til umræðu á fundinum og sagði Lin Keging að mikil eftirspurn væri eftir fiskafurðum í Peking enda væru íbúar borgarinnar 20 milljónir. Jafnframt var rædd sjálfbær nýting fiskistofna og mikilvægi fæðuöryggis.