Styrkir til bættrar einangrunar – Átaksverkefni 2013
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis.
Átaksverkefni 2013 er beint að húsnæði þar sem auka má einangrun ofan á þakplötu eða milli sperra í þaki. Styrkt verða efniskaup á steinull og skilyrði er að koma megi fyrir að lágmarki 200 mm.
Um styrk getur sótt hver sá eigandi húsnæðis sem fær húshitunarkostnað sinn niðurgreiddan úr ríkissjóði. Við mat á umsóknum verður horft til orkunotkunar húsnæðis og núverandi ástands einangrunar. Forgang hafa verkefni þar sem orkunotkun er mikil í samanburði við viðmiðunargildi.
Upphæð styrks miðast við 50% af efniskostnaði við steinullarkaup auk flutningskostnaðar.
Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Orkuseturs
Nánari upplýsingar fást í síma 569 6085. Einnig er hægt að hafa samband við Orkusetur á netfanginu [email protected]
Umsóknarfrestur er til 28. júní 2013
Átaksverkefni 2013 er beint að húsnæði þar sem auka má einangrun ofan á þakplötu eða milli sperra í þaki. Styrkt verða efniskaup á steinull og skilyrði er að koma megi fyrir að lágmarki 200 mm.
Um styrk getur sótt hver sá eigandi húsnæðis sem fær húshitunarkostnað sinn niðurgreiddan úr ríkissjóði. Við mat á umsóknum verður horft til orkunotkunar húsnæðis og núverandi ástands einangrunar. Forgang hafa verkefni þar sem orkunotkun er mikil í samanburði við viðmiðunargildi.
Upphæð styrks miðast við 50% af efniskostnaði við steinullarkaup auk flutningskostnaðar.
Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Orkuseturs
Nánari upplýsingar fást í síma 569 6085. Einnig er hægt að hafa samband við Orkusetur á netfanginu [email protected]
Umsóknarfrestur er til 28. júní 2013