Hoppa yfir valmynd
5. júní 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ráðherra tók við undirskriftum frá SÁÁ

Bjarni Benediktsson tekur við undirskriftum frá SÁÁ
Bjarni Benediktsson tekur við undirskriftum frá SÁÁ

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra tók í dag við 31.000 undirskriftum í átakinu Betra líf, en Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) stóðu að söfnun undirskriftanna.

Markmiðið með undirskriftasöfnuninni var að skora á stjórnvöld að verja 10% af áfengisgjaldi til þess að byggja upp úrræði fyrir verst settu áfengis- og vímuefnasjúklinganna, í aðstoð við fólk eftir meðferð til að komast í virkni í samfélaginu og í úrræði fyrir börn sem alast upp við álag vegna mikillar ofneyslu á heimilum, að því er fram kom hjá fulltrúum SÁÁ.

Skýrt ákall

Bjarni þakkaði fulltrúum SÁÁ fyrir að færa sér undirskriftirnar, sem fælu í sér skýrt ákall. „Það er ánægjulegt að fá undirskriftirnar í hendur nú þegar vinna við fjárlagagerð næsta árs stendur yfir,“ sagði Bjarni.

Ráðherra sagði ennfremur að hann væri ánægður með þær áherslur sem SÁÁ settu í áskorun sinni. 

Bjarni tók við undirskriftunum frá Einari Hermannssyni og Hrafnhildi Hafsteinsdóttur úr stjórn SÁÁ og Gunnari Smára Egilssyni, fráfarandi formanni samtakanna

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira