Iðnaðar- og viðskiptaráðherra vísiterar stofnanir ráðuneytisins
Á síðustu þremur vikum hefur Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fundað með forsvarsmönnum og starfsfólki allra stofnana sem undir ráðuneyti hennar heyra.
Ragnheiður Elín segir að betra veganesti fyrir nýjan ráðherra sé vandfundið. „Þetta er fólkið sem alla daga er að vinna í umboði ráðuneytisins að mikilvægum málum og þau hafa sérfræðiþekkinguna og reynsluna. Fundirnir hafa allir verið einstaklega ánægjulegir og ég hlakka til að vinna með öllu þessu færa fólki.“
Stofnanirnar sem að Ragnheiður Elín hefur heimsótt eru Einkaleyfastofa, Ferðamálastofa, Fyrirtækjaskrá, hlutafélagaskrá og ársreikningaskrá sem eru starfræktar af ríkisskattstjóra, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Orkustofnun og Samkeppniseftirlitið auk þess sem hún heimsótti Hönnunarmiðstöð Íslands og Íslandsstofu sem starfa í nánum tengslum við ráðuneytið.