Hoppa yfir valmynd
21. júní 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

350 milljónir til bænda á kalsvæðum

Kalið tún í Þingeyjarsýslu
Kalið tún í Þingeyjarsýslu
Á ríkisstjórnarfundi í morgun var samþykkt tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um 350 milljóna króna stuðning við bændur á þeim svæðum sem urðu illa úti vegna kals og snjóþyngsla.

Meginhluti fjárins mun fara til endurræktunar á túnum og fer úthlutunin fram í gegnum Jarðræktarsjóð. Þá mun nokkur hluti upphæðarinnar renna til bænda sem hafa haft umtalverðan kostnað vegna snjóþyngslanna.

Unnið er að útfærslu úthlutunarreglna í samvinnu ráðuneytisins og Bændasamtaka Íslands sem verða kynntar nánar síðar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta