Hoppa yfir valmynd
21. júní 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

Ráðherra fundar með aðstandendum undirskriftasöfnunar vegna veiðigjalda

Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Í dag komu á fund Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, aðstandendur undirskriftasöfnunar varðandi frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjöld.

Á fundinum fór ráðherra yfir aðdraganda frumvarpsins, m.a. þá erfiðleika sem hafa sýnt sig við öflun upplýsinga til þarfa veiðigjaldsnefndar til ákvörðunar sérstaks veiðigjalds. Að auki fór hann yfir forsendur ákvörðunar almenns og sérstaks veiðigjalds samkvæmt umræddu frumvarpi.

Aðstendendur undirskriftasöfnunarinnar röktu tildrög hennar. Þeir sögðu þeir tilheyrðu fjölda fólks, sem hefðu tekið þátt í undirskriftasöfnuninni. Þá upplýstu þeir að áskorun sú, sem söfnunin hefði að geyma, beindist fyrst og fremst að Alþingi.

Einn aðstandenda söfnunarinnar óskaði þess sérstaklega að færð yrðu til bókar mótmæli við hvernig staðið var að boðun hans á fundinn. Fram kom að boðunin hefði borist yfirmanni á vinnustað hans. Ráðuneytið baðst afsökunar á þessu, en að sjálfsögðu var um mistök að ræða.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta