Fundur sjávarútvegsráðherra landa við Norður Atlantshaf
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson sat fund sjávarútvegsráðherra landa við Norður Atlantshaf (NAFMC-North Atlantic Fisheries Ministers Conference) dagana 23. - 25. júní í Brønnøysund í Noregi. Viðstaddir voru ráðherrar og embættismenn frá ESB, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Kanada, Noregi og Rússlandi.
Megin umræðuefni fundarins var aukin sjálfbær framleiðsla á fæðu úr hafinu í ljósi þess að áætlanir gera ráð fyrir að jarðarbúum hafi fjölgað í níu milljarða árið 2050 og því muni eftirspurn eftir heilnæmri fæðu stöðugt aukast. Í viðræðum ráðherranna var lögð mikil áhersla á þátt fiskeldis.
Hver ráðherra kynnti stöðu fiskeldis í sínu landi og hér má sjá ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar.
Möguleikar þess að auka framleiðslu með fiskeldi eru víðast hvar miklir í þessum löndum, en lögð var áhersla á að sú aukning yrði að vera sjálfbær og ekki á kostnað umhverfisins og þá ekki síst villtra stofna. Um þetta var mikill samhljómur meðal ráðherranna í yfirlýsingu fundarins.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson átti tvíhliða fundi með sjávarútvegsráðherrum Rússlands, Grænlands, Noregs og Færeyja.
Á fundinum með rússneska ráðherranum Hr. Andrey Krayniy var lögð áhersla á að Rússar tækju fullan þátt í samningi þjóðanna um veiðar á úthafskarfa og lögðu fram vísindaleg gögn til að tryggja aukið traust milli aðila. Ráðherrarnir voru sammála um að samskipti þjóðanna væru að öðru leyti góð á sviði fiskveiða.
Fundur var haldinn með grænlenska sjávarútvegsráðherranum, Hr. Karl Lyberth sem nýverið tók við embætti. Fagnað var þeim áfanga að tekist hefur að koma á sameiginlegri fiskveiðinefnd milli þjóðanna og var lögð áhersla á að auka enn frekar samstarf Íslands og Grænlands á sjávarútvegssviðinu. Rætt var sérstaklega um mögulegan samning milli þjóðanna um sameiginlega nýtingu rækjustofnsins á Dohrnbanka.
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra átti einnig fund með með gestgjafanum frú Lisbeth Berg-Hansen sjávarútvegsráðherra Noregs. Farið var yfir samstarf og samvinnu þjóðanna á sviði sjávarútvegs og voru ráðherrarnir sammála um að það væri til fyrirmyndar að undanskilinni makríldeilunni sem varpaði skugga á samstarf þjóðanna. Ráðherrarnir lögðu báðir mikla áherslu á að ná sem fyrst samingum milli strandríkjanna um mikilvæga nytjastofna en í máli norska ráðherrans kom þó fram að viðræður gætu ekki hafist fyrr en að loknum þingkosningum í Noregi nú í haust.
Á tvíhliða fundi með sjávarútvegsráðherra Færeyja, Hr. Jacob Vestergaard fór Sigurður Ingi yfir þá stöðu sem komin er upp í samningnum um norsk-íslensku síldina en Færeyingar settu sér einhliða kvóta fyrir þetta ár sem er þrefalt hærri en árið þar á undan. Sigurður Ingi benti á að síldarstofninn stæði illa og hefði hnignað undanfarin fjögur ár þar sem nýliðun hefði verið léleg og ekki væri útlit fyrir breytingu í þeim efnum á næstu árum. Ísland liti það alvarlegum augum að Færeyingar hefðu með einhliða ákvörðun stóraukið veiðar sínar án þess að hafa fært nokkur vísindaleg rök fyrir kröfu sinni um hærri aflahlutdeild.
Megin umræðuefni fundarins var aukin sjálfbær framleiðsla á fæðu úr hafinu í ljósi þess að áætlanir gera ráð fyrir að jarðarbúum hafi fjölgað í níu milljarða árið 2050 og því muni eftirspurn eftir heilnæmri fæðu stöðugt aukast. Í viðræðum ráðherranna var lögð mikil áhersla á þátt fiskeldis.
Hver ráðherra kynnti stöðu fiskeldis í sínu landi og hér má sjá ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar.
Möguleikar þess að auka framleiðslu með fiskeldi eru víðast hvar miklir í þessum löndum, en lögð var áhersla á að sú aukning yrði að vera sjálfbær og ekki á kostnað umhverfisins og þá ekki síst villtra stofna. Um þetta var mikill samhljómur meðal ráðherranna í yfirlýsingu fundarins.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson átti tvíhliða fundi með sjávarútvegsráðherrum Rússlands, Grænlands, Noregs og Færeyja.
Á fundinum með rússneska ráðherranum Hr. Andrey Krayniy var lögð áhersla á að Rússar tækju fullan þátt í samningi þjóðanna um veiðar á úthafskarfa og lögðu fram vísindaleg gögn til að tryggja aukið traust milli aðila. Ráðherrarnir voru sammála um að samskipti þjóðanna væru að öðru leyti góð á sviði fiskveiða.
Fundur var haldinn með grænlenska sjávarútvegsráðherranum, Hr. Karl Lyberth sem nýverið tók við embætti. Fagnað var þeim áfanga að tekist hefur að koma á sameiginlegri fiskveiðinefnd milli þjóðanna og var lögð áhersla á að auka enn frekar samstarf Íslands og Grænlands á sjávarútvegssviðinu. Rætt var sérstaklega um mögulegan samning milli þjóðanna um sameiginlega nýtingu rækjustofnsins á Dohrnbanka.
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra átti einnig fund með með gestgjafanum frú Lisbeth Berg-Hansen sjávarútvegsráðherra Noregs. Farið var yfir samstarf og samvinnu þjóðanna á sviði sjávarútvegs og voru ráðherrarnir sammála um að það væri til fyrirmyndar að undanskilinni makríldeilunni sem varpaði skugga á samstarf þjóðanna. Ráðherrarnir lögðu báðir mikla áherslu á að ná sem fyrst samingum milli strandríkjanna um mikilvæga nytjastofna en í máli norska ráðherrans kom þó fram að viðræður gætu ekki hafist fyrr en að loknum þingkosningum í Noregi nú í haust.
Á tvíhliða fundi með sjávarútvegsráðherra Færeyja, Hr. Jacob Vestergaard fór Sigurður Ingi yfir þá stöðu sem komin er upp í samningnum um norsk-íslensku síldina en Færeyingar settu sér einhliða kvóta fyrir þetta ár sem er þrefalt hærri en árið þar á undan. Sigurður Ingi benti á að síldarstofninn stæði illa og hefði hnignað undanfarin fjögur ár þar sem nýliðun hefði verið léleg og ekki væri útlit fyrir breytingu í þeim efnum á næstu árum. Ísland liti það alvarlegum augum að Færeyingar hefðu með einhliða ákvörðun stóraukið veiðar sínar án þess að hafa fært nokkur vísindaleg rök fyrir kröfu sinni um hærri aflahlutdeild.