Hoppa yfir valmynd
11. júlí 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

Drög að frumvarpi til laga um vernd heita afurða sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu.

Frumvarp þetta er afrakstur vinnu starfshóps sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra skipaði haustið 2012. Við samningu frumvarpsins var meðal annars tekið mið af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1151/2012 frá 21. nóvember 2012 um gæðakerfi fyrir landbúnaðarafurðir og matvæli. Einnig var tekið mið af innleiðingu reglnanna í Noregi og Danmörku.
Tilgangur frumvarpsins er að vernda heiti afurða sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu, með það að markmiði að stuðla að neytendavernd, auka virði afurða og koma í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti. Frumvarpið nær yfir heiti matvæla, vína og sterkra vína og annarra vara.
Starfshópurinn ákvað að birta frumvarpsdrögin ásamt athugasemdum á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og óska eftir umsögnum um frumvarpið áður en það verður afhent ráðherra til ákvörðunar.

Frestur til að skila umsögn um frumvarpið og athugasemdir þess er til 1. september 2013 í tölvupóstfangið [email protected] eða bréflega til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík..

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta