Meirihluti Íslendinga fylgjandi hvalveiðum
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup sem framkvæmd var fyrir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið í júní-júlí 2013 eru um 58 prósent Íslendinga alfarið,frekar eða mjög hlynntir hvalveiðum. Hins vegar eru 19% landsmanna andvígir hvalveiðum. Veiðarnar njóta mests stuðnings þeirra sem búa á landsbyggðinni eða um 66 prósenta. Þá mælist andstaða hvalveiða mest hjá háskólamenntuðum eða um 30%.
Hér að neðan birtist könnunin í heild sinni og þar má finna nánari upplýsingar.