Hoppa yfir valmynd
6. ágúst 2013 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Óskað eftir umsögnum vegna breytinga á skipulagslögum

Horft yfir Reykjavík.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum vegna fyrirhugaðra breytinga á skipulagslögum. Breytingarnar snúa fyrst og fremst að bótaákvæðum laganna.

Undanfarið hefur umhverfis- og auðlindaráðuneytið unnið að endurskoðun á bótaákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010. Liggja nú fyrir drög að frumvarpi þar sem lögð er til breyting á 51. gr. laganna en einnig er í frumvarpsdrögunum lögð til breyting á ýmsum öðrum ákvæðum laganna í ljósi reynslu af framkvæmd þeirra.

Tilgangur breytinganna er að gera bótaákvæði skýrari um það hvenær bótaréttur fasteignareiganda og annarra rétthafa skapast vegna gildistöku eða framkvæmdar á skipulagsáætlun. Tilgangur tillögunnar er jafnframt að færa orðalag ákvæðisins nær því að lýsa tilvikum sem ætla má að séu bótaskyld á grundvelli stjórnarskrárinnar um vernd eignarréttar.

Athugasemdir við frumvarpsdrögin má senda til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík fyrir 6. september nk. eða í tölvupósti á netfangið [email protected].

Drög að frumvarpi til breytinga á skipulagslögum nr. 123/2010

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum