Heimsóknir í Hörpu og Þjóðleikhúsið
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Hörpu og Þjóðleikhúsið.

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Hörpu og Þjóðleikhúsið og kynnti sér starfsemi þeirra. Í heimsókn sinni í Hörpu hitti hann Halldór Guðmundsson forstjóra og Helgu Jónsdóttur, formann stjórnar. Eftir skoðunarferð um húsið, þar sem ráðherra fékk m.a. tækifæri til að leika á Steinway flygilinn í Eldborg, var fundur um starfsemina í húsinu, rekstur þess og horfur.
Þá heimsótti mennta- og menningarmálaráðherra Þjóðleikhúsið þar sem Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri, Ingimundur Sigfússon formaður Þjóðleikhúsráðs og Ari Matthíasson framkvæmdastjóri tóku á móti ráðherra og fylgdarliði hans. Ráðherra kynnti sér húsakynnin og starfsemina og þá var haldinn fundur um stöðu Þjóðleikhússins, starfsemi þess og helstu verkefni.

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra leikur á Steinway flygilinn í Eldborgarsal Hörpu.
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ásamt Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra á þaki Þjóðleikhússins.