Landbúnaðarráðherra heimsækir Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Það eru stór tækifæri í íslenskum landbúnaði og í heimsókn sinni í gær í Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ræddi Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra m.a. rannsóknir á sviði landbúnaðar og þau tækifæri sem felast í aukinni matvælaframleiðslu.
Í Landbúnaðarháskólanum (LBHÍ) er auðlindadeild og umhverfisdeild og eru þar m.a. kennd búvísindi, hestafræði, skógfræði og landgræðsla, umhverfisskipulag og náttúru- og umhverfisfræði. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og LBHÍ eru með samstarfssamning um rannsóknir á þessum sviðum og var einkar áhugavert að sjá hvernig þær hafa stutt við og stuðlað að framþróun. Sérstaklega var farið yfir verkefni sem tengjast kynbótum í kornrækt og þá jákvæðu þróun að innlend kornframleiðsla hefur aukist. Í háskólanum hefur verið unnið mikilvægt starf við gerð jarðvegskorta, einnig er búið að kortleggja gróðurþekjur og skurði landsins. Þetta á tvímælalaust eftir að nýtast vel við þá skipulagsvinnu sem fram undan er þegar kemur að landskipulagi og -nýtingu. Nýnemar voru að streyma á svæðið þegar ráðherra bar að garði og eftirvænting í lofti en við skólann eru um 500 nemendur.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var stofnuð í upphafi þessa árs með flutningi verkefna frá Bændasamtökum Íslands. Karvel Karvelsson framkvæmdastjóri kynnti starfsemina ásamt starfsfólki sínu. Rædd voru þau verkefni sem eru í farvatninu hjá RML og gaumgæfð þau tækifæri sem felast í landbúnaði og aukinni matvælaframleiðslu.
Í Landbúnaðarháskólanum (LBHÍ) er auðlindadeild og umhverfisdeild og eru þar m.a. kennd búvísindi, hestafræði, skógfræði og landgræðsla, umhverfisskipulag og náttúru- og umhverfisfræði. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og LBHÍ eru með samstarfssamning um rannsóknir á þessum sviðum og var einkar áhugavert að sjá hvernig þær hafa stutt við og stuðlað að framþróun. Sérstaklega var farið yfir verkefni sem tengjast kynbótum í kornrækt og þá jákvæðu þróun að innlend kornframleiðsla hefur aukist. Í háskólanum hefur verið unnið mikilvægt starf við gerð jarðvegskorta, einnig er búið að kortleggja gróðurþekjur og skurði landsins. Þetta á tvímælalaust eftir að nýtast vel við þá skipulagsvinnu sem fram undan er þegar kemur að landskipulagi og -nýtingu. Nýnemar voru að streyma á svæðið þegar ráðherra bar að garði og eftirvænting í lofti en við skólann eru um 500 nemendur.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var stofnuð í upphafi þessa árs með flutningi verkefna frá Bændasamtökum Íslands. Karvel Karvelsson framkvæmdastjóri kynnti starfsemina ásamt starfsfólki sínu. Rædd voru þau verkefni sem eru í farvatninu hjá RML og gaumgæfð þau tækifæri sem felast í landbúnaði og aukinni matvælaframleiðslu.