Heimsókn frá Kína

Alþjóðleg samskipti í menntamálum og stúdentaskipti var meðal þess sem var rætt á fundi mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúa frá kínverskri stofnun um alþjóðasamskipti á sviði menntamála. Fulltrúar „China Education Association for International Exchange“ eru staddir hér á landi og hafa átt fundi með forsvarsmönnum háskóla og fleirum. Á fundinum með Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra og starfsmönnum ráðuneytisins kynntu þeir m.a. áform sín um að samstarf við önnur ríki um menntun á sviði sjálfbærni og náttúruverndar og um frekari möguleika á stúdentaskiptum, þ.e. möguleika íslenskra stúdenta að fara til náms og Kína og kínverskra stúdenta að nema á Íslandi.