Hoppa yfir valmynd
28. ágúst 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

Jóhann Guðmundsson skipaður skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu

Jóhann Guðmundsson 2013
Jóhann Guðmundsson

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði í dag Jóhann Guðmundsson skrifstofustjóra skrifstofu sjávarútvegs og fiskeldis. Alls sóttu sjö um starfið og þar af voru fjórir metnir hæfir af hæfnisnefnd. Hæfnisnefndina skipuðu þau Þórður Ásgeirsson fyrrverandi fiskistofustjóri, Arney Einarsdóttir lektor við Háskólann í Reykjavík og Guðríður Þorsteinsdóttir skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu.

Jóhann Guðmundsson er fæddur 1958 og er með BS próf í búvísindum frá Bændaskólanum á Hvanneyri og stundaði auk þess nám í hagfræði og skyldum greinum við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar í Uppsölum í þrjú ár.

Jóhann hefur 28 ára reynslu í opinberri stjórnsýslu. Hann réðst til starfa í landbúnaðarráðuneytinu 1985, var fulltrúi landbúnaðarráðuneytisins og samgönguráðuneytisins í Brussel 1995 til 1998, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu 1998 til 2009, aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2009 til 2010 og settur skrifstofustjóri á skrifstofu auðlinda og alþjóðamála í sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytinu frá hausti 2010 allt þar til ráðuneytið var sameinað öðrum í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti haustið 2012. Frá vori 2013 hefur Jóhann verið settur skrifstofustjóri á sjávarútvegs- og fiskeldisskrifstofu ráðuneytisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta