Hoppa yfir valmynd
29. ágúst 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

Haustak og senegalflúrueldi á Suðurnesjum 

Haustak
Haustak
Jarðgufuvirkjunum fylgja mörg tækifæri eins og Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sannreyndi á ferð sinni um Suðurnesin í gær þegar hún heimsótti Reykjanesvirkjun og næstu nágranna þeirra í Haustaki og Stolt Sea Farm.

Reykjanesvirkjun var fyrsti viðkomustaðurinn í ferðinni og þar skoðaði ráðherra virkjunBorinn Þórina sjálfa og um leið sýninguna Orkuverið Jörð þar sem upphafspunkturinn er Stóri hvellur og upphaf sólkerfisins og sagan síðan rakin allt aftur til okkar tíma og lögð er áhersla á að sýna hvaða möguleika jörðin gefur okkur til vinnslu orku. Jafnframt var farið á borvettvang við Sýrfell en þar er borað allan sólarhringinn með risabornum Þór og er áætlað að borað verði niður á 2.000 metra dýpi til niðurdælingar.

Það eru líklega fáir sem átta sig á því að í næsta nágrenni við Reykjanesvirkjun er að rísa með ógnarhraða gríðarstór fiskeldisstöð þar sem ræktuð verður seStoltSeaFarmnegalflúra og verður stöðin á meðal allra stærstu fiskeldisstöðva á landi í heiminum. Fyrsta skóflustungan var tekin í apríl á síðasta ári og fyrir skemmstu voru fyrstu seiðin af senegalflúru sett í ker. Það sem réð úrslitum að stöðinni var valinn staður á Reykjanesi er nábýlið við Reykjanesvirkjun og þær einstöku aðstæður sem þar bjóðast. Með því að nota heitt úrfallsvatn frá virkjuninni og blanda því saman við hreinan Suðurnesjasjó er hitastigið stillt í nákvæmlega 22C sem eru kjörhiti fyrir eldi á senegalflúru. Framkvæmdir eru á fullu við fyrsta áfanga stöðvarinnar sem verður um 25.000m2 en gert er ráð fyrir að innan fimm ára verði hún orðin þreföld að stærð eða alls um 75.000m2 og árleg framleiðsla verði um 2.000 tonn.

Því næst lá leiðin í fyrirtækið Haustak en þar á bæ hafa menn náð framúrskarandi árangri í þurrkun á hinum ýmsu fiskafurðum auk þess sem unnið er markvisst að því að þróa aðferðir við að vinna mjöl og lýsi. Það er hreint magnað að sjá þau verðmæti sem hægt er að skapa úr hráefni sem var einfaldlega hent hér áður. Það er jafnframt athyglisvert að sjá þá miklu vöruþróun sem á sér stað í fyrirtækinu sem gerir það að verkum að verðmæti hvers fisks sem kemur úr sjónum stóreykst. Um 50 manns starfa hjá Haustaki og er fNýja fiskimjölið smakkaðyrirtækið í eigu Vísis hf. og Þorbjarnar hf. í Grindavík.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta