Hoppa yfir valmynd
12. september 2013 Matvælaráðuneytið

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóðnum Ísland allt árið

ferdamenn
ferdamenn
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Landsbankinn auglýsa eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði  ferðamála í tengslum við markaðsátakið Ísland allt árið. Markmið sjóðsins er að styrkja þróun verkefna sem auka framboð utan háannatíma ferðaþjónustu og auka þannig arðsemi fyrirtækja í greininni. Til úthlutunar að þessu sinni eru samtals 35 milljónir króna.

Sjóðurinn hefur á undanförnum árum úthlutað 70 milljónum króna til 32 verkefna og lögð hefur verið áhersla á að styðja við samstarfsverkefni fyrirtækja sem lengt geta ferðamannatímann á tilteknum svæðum,  en einnig hafa afbragðsverkefni stakra fyrirtækja notið stuðnings sjóðsins.

Í umsókn þurfa að koma fram skýrar hugmyndir um hvernig verkefni er ætlað að skila í senn aukinni atvinnu og varanlegum verðmætum. Miðað er við að verkefnið verði að vera vel á veg komið innan þriggja ára frá styrkveitingu.
Umsóknarfrestur er til 23. október nk. og er gert ráð fyrir að styrkirnir verði afhentir í desember.

Nánar um Þróunarsjóðinn

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum