Sigurður Ingi Jóhannsson heimsækir Matvælastofnun – MAST
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsótti starfsmenn MAST í dag. Heimsóknin er liður í viðleitni ráðherra til að kynnast undirstofnunun ráðuneytisins og ræða við starfsmenn og stjórnendur þeirra. Aðalskrifstofa MAST er á Selfossi að Austurvegi 64, en stofnunin hóf starfsemi 1. janúar 2008, þegar nokkrar stofnanir voru sameinaðar undir einum hatti.
Forstjóri MAST, Jón Gíslason, hélt greinagóða kynningu á því sem fram fer innan veggja MAST. Ljóst var af þeirri yfirferð að starfsmenn hafa í nógu að snúast. Matvælastofnun sinnir stjórnsýslu, eftirliti, fræðslu og þjónustu við sjávarútveg, landbúnað, fyrirtæki og neytendur í þeim tilgangi að stuðla að heilbrigði og velferð dýra, heilbrigði plantna og öryggi, heilnæmi og gæðum matvæla. Fram kom í máli Jóns að stór hluti starfseminna snýr að eftirliti margskonar, sem aftur lýtur eftirliti ESA Eftirlitsstofnunar EFTA.
Forstjóri MAST, Jón Gíslason, hélt greinagóða kynningu á því sem fram fer innan veggja MAST. Ljóst var af þeirri yfirferð að starfsmenn hafa í nógu að snúast. Matvælastofnun sinnir stjórnsýslu, eftirliti, fræðslu og þjónustu við sjávarútveg, landbúnað, fyrirtæki og neytendur í þeim tilgangi að stuðla að heilbrigði og velferð dýra, heilbrigði plantna og öryggi, heilnæmi og gæðum matvæla. Fram kom í máli Jóns að stór hluti starfseminna snýr að eftirliti margskonar, sem aftur lýtur eftirliti ESA Eftirlitsstofnunar EFTA.