Hoppa yfir valmynd
18. september 2013 Forsætisráðuneytið

Aðgerðaáætlun um einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið og skipun ráðgjafarnefndar 

Forsætisráðherra hefur skipað nefnd til ráðgjafar um eftirlit á vegum hins opinbera og framkvæmd laga nr. 27/1999, um opinberar eftirlitsreglur. Lögum samkvæmt hefur nefndin það hlutverk að veita ráðuneytum, þeim sem eftirlit beinist að og öðrum sem hagsmuni hafa af opinberu eftirliti ráð um útfærslu á reglum þar að lútandi. Þá hefur nefndinni verið falið að vera til ráðgjafar varðandi framkvæmd á stefnu ríkisstjórnarinnar um einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið (sjá aðgerðaáætlun). Jafnframt verður hún vettvangur fyrir samráð ríkis, sveitarfélaga og hagsmunasamtaka á þessu sviði. Þá er gert ráð fyrir víðtæku samráði milli ráðuneyta um þetta efni og hafa öll ráðuneyti tilnefnt tengliði í því skyni.

Ráðgjafarnefndina skipa:

  • Gunnar Haraldsson, hagfræðingur, formaður, skipaður án tilnefningar
  • Halldór Árnason, hagfæðingur, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins
  • Halldór Oddsson, lögfræðingur, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands
  • Margrét Sanders, framkvæmdastjóri, tilnefnd af Viðskiptaráði Íslands 
  • Þóra Björg Jónsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Varamenn eru:

  • Gunnlaugur Júlíusson, hagfræðingur, tilnefndur af Samband íslenskra sveitarfélaga
  • Hanna Dóra Hólm Másdóttir, viðskiptafræðingur, tilnefnd af iðnaðar- og viðskiptaráðherra
  • Haraldur Ingi Birgisson, lögfræðingur, tilnefndur af Viðskiptaráði Íslands
  • Hrafnhildur Stefánsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins
  • Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands

Skipunartími nefndarinnar er þrjú ár í senn.

Forsætisráðuneytið og Viðskiptaráð Íslands efndu nýverið til fundar með erlendum sérfræðingum um regluverk fyrir atvinnulífið, fyrirhugaðar aðgerðir og útfærslur. Sjá nánar um fundinn hér á vef forsætisráðuneytisins

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum