Hoppa yfir valmynd
23. september 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

Sigurður Ingi heimsækir sjávarútvegsfyrirtæki í Vestmannaeyjum.

Siguður Ingi í heimsótti fiskvinnslu í Vestmannaeyjum
Siguður Ingi í heimsótti fiskvinnslu í Vestmannaeyjum

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra var á ferð í Vestmannaeyjum í síðustu viku og heimsótti fiskvinnslur og útgerðarmenn. Samgöngur til og frá eyjum gengu vel þann daginn en ljóst er að samgöngu- og heilbrigðismál liggja  þungt á eyjamönnum og bárust reglulega í tal  í heimsóknum dagsins, bæði með tilliti til öryggis íbúa og einnig afhendingaröryggis afurða sem framleiddar eru og fluttar frá eyjum.
Farið var yfir þá vinnu sem framundan er við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins, mikilvægi sjávarútvegs í Vestmannaeyjum og veiðigjöldin. Ræddar voru leiðir og tillögur til skoðunar við endurskoðun álagningu veiðigjalda og mikilvægi þess að gjaldtakan byggi á grunni áreiðanlegra upplýsinga, hvort og hvernig útgerðin gæti og væri tilbúin til þess að nálgast það verkefni með stjórnvöldum. Ráðherra lagði áherslu á að nálgast verkefnið lausnamiðað.
Útgerðirnar í Vestmannaeyjum eru mikilvægur atvinnuveitandi í bæjarfélaginu. Það var glatt og kraftmikið fólk sem þar var að verkum, tilbúið til þess að ræða okkar mikilvæga atvinnuveg með uppbyggingu í huga. Tækifæri til þróunar í vinnslunum, skipakosti og á mörkuðum eru til staðar og farið var yfir spennandi verkefni því tengd.

Sigurður Ingi heimsækir útgerðir í Vestmannaeyjum
Sigurður Ingi heimsækir útgerðir í Vestmannaeyjum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta