Hoppa yfir valmynd
24. september 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

Ársfundur Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES)

Sigurður Ingi Jóhannsson  setur ICES ráðstefnu
Sigurður Ingi Jóhannsson setur ICES ráðstefnu

Ársfundur Alþjóðhafrannsóknaráðsins (ICES) fer fram í Hörpu þessa vikuna. Sigurður Ingi sjávarútvegsráðherra ávarpaði fundinn við setningarathöfn hans í Eldborgarsal Hörpu í gær.

Í ræðu ráðherra kom hann inn á mikilvægi hafrannsókna við Ísland og hversu mikilvægu hlutverki þær, ásamt fiskveiðistjórnunarkerfinu, gegndu við uppbyggingu stofna okkar sem voru í viðkvæmu ástandi við útfærslu lögsögunnar í 200 mílur 1976 og í framhaldinu. Sigurður Ingi fór yfir þann árangur sem hefur náðst, þá staðreynd að flestir stofnar okkar nú eru í vexti og að í ár, í fyrsta skipti, fór sjávarútvegsráðherra í öllu að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar við ákvörðun leyfilegs heildarafla. Einnig nefndi hann notkun aflareglna og mikilvægi þess að samstarf og traust ríki á milli rannsóknaaðila og útvegsins.

ICES er mikilvægt þegar kemur að því að þjóðir hafi sameiginlegan vettvang til dæmis þegar kemur að rannsóknum og ráðgjöf tengdri deilistofnun. Í þessum efnum þarf að horfa til þeirra úrlausnaefna sem við blasa með breytingum á loftslagi, súrnun hafs og breyttu göngumynstri stofna. Ráðherra varpaði því til vísindamannanna að nauðsynlegt væri að fara reglulega yfir hvort að rannsóknir tækju mið af þessum breytingum og þróuðust í takt við þær.

Setningarathöfnin var vel sótti. Í Reykjavík eru nú staddir um 700 vísindamenn víðsvegar að úr heiminum og verða flutt yfir 450 erindi á fundinum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta