Hoppa yfir valmynd
26. september 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fundar með stærsta söluaðila fyrir bleikju í Bandaríkjunum

Sigurður Ingi og Eric Kaiser
Sigurður Ingi og Eric Kaiser
Íslendingar eru leiðandi í bleikjuframleiðslu á heimsvísu með 3500 tonna ársframleiðslu. Í gær átti Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fund með Eric Kaiser forstjóra Aqunor í gær.

Aqunor er stærsti söluaðili fyrir eldisbleikju í Bandaríkjunum og dreifir um 800 tonnum af eldisbleikju og bleikjuflökum um öll Bandaríkin. Á fundinum kom m.a. fram að gæði eldisbleikju frá Íslandi þykja skara fram úr og er bleikjan seld á talsvert hærra verði en lax.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta