Sjávarútvegsráðherra heimsækir fyrirtæki í Þorlákshöfn
Nýverið heimsótti Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sjávarútvegsfyrirtæki í Þorlákshöfn. Í Þorlákshöfn er aðallega stunduð vertíðarbundin útgerð og vildu heimamenn koma því á framfæri að ef einhver bær verðskuldaði að kallast humarbær þá væri það Þorlákshöfn!
Mörg mál bar á góma í heimsóknunum. Sigurður Ingi kynnti fyrirkomulag á vinnu tengdri veiðigjöldum annars vegar og innleiðingu samningaleiðarinnar hins vegar. Eitt af viðfangsefnum við álagningu veiðigjalda er skipting gjaldheimtunnar innan útgerðarinnar, þ.e. á milli fyrirtækja en ljóst er að afkoma er ólík eftir útgerðarmynstri. Óskað var eftir samstarfi við útgerðaraðila við þessa vinnu. Það er ljóst að seint verða allir sammála, en það er gagnlegt – og nauðsynlegt, að heyra þau sjónarmið sem uppi eru. Í samtölum kom einnig frá gagnrýni á þróun eftirlits með veiðum og vinnslu og mikilvægi þess að leitast við að einfalda það og auka skilvirkni.
Í fiskeldisfyrirtækinu Náttúra er stundað eldi á bleikju og er einkar áhugavert að sjá þá tækni sem fyrirtækið býr yfir. Gæðin á bleikjunni eru rómuð og er Ísland orðið eitt helsta framleiðsluland á bleikju í heiminum og er framleiðslan stöðugt að aukast.
Í Þorlákshöfn, líkt og á flestum öðrum stöðum sem ráðherra hefur heimsótt undanfarið, er leitast við að hámarka nýtingu hráefnis. Hausaþurrkun er á staðnum og tilraunir eru í gangi með bændum í nærsveitum að nota slóg sem áburð á tún svo fátt eitt sé nefnt. Hjá útgerðinni liggur fyrir að huga þarf að endurnýjun fiskiskipaflotans, tækifærum tengdum frekari fullnýtingu afurða og nýtingu áður vannýttra auðlinda hafsins, t.d. var í gangi vinnsla á sæbjúgum. Sjávarútvegsfyrirtækin í Þorlákshöfn eru helstu vinnuveitendur bæjarfélagsins og er mikilvægt að huga vel að því starfs- og rekstrarumhverfi sem útvegnum er skapað.
Mörg mál bar á góma í heimsóknunum. Sigurður Ingi kynnti fyrirkomulag á vinnu tengdri veiðigjöldum annars vegar og innleiðingu samningaleiðarinnar hins vegar. Eitt af viðfangsefnum við álagningu veiðigjalda er skipting gjaldheimtunnar innan útgerðarinnar, þ.e. á milli fyrirtækja en ljóst er að afkoma er ólík eftir útgerðarmynstri. Óskað var eftir samstarfi við útgerðaraðila við þessa vinnu. Það er ljóst að seint verða allir sammála, en það er gagnlegt – og nauðsynlegt, að heyra þau sjónarmið sem uppi eru. Í samtölum kom einnig frá gagnrýni á þróun eftirlits með veiðum og vinnslu og mikilvægi þess að leitast við að einfalda það og auka skilvirkni.
Í fiskeldisfyrirtækinu Náttúra er stundað eldi á bleikju og er einkar áhugavert að sjá þá tækni sem fyrirtækið býr yfir. Gæðin á bleikjunni eru rómuð og er Ísland orðið eitt helsta framleiðsluland á bleikju í heiminum og er framleiðslan stöðugt að aukast.