Hoppa yfir valmynd
14. október 2013 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra undirstrikar mikilvægi Norðurslóða

Gunnar Bragi Sveinsson.

Í ræðu sinni á alþjóðaráðstefnunni Arctic Circle í morgun undirstrikaði utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, mikilvægi þróunar, uppbyggingar og umhverfisverndar á norðurslóðum á næstu árum og áratugum fyrir Ísland.

Umfangsmiklar  breytingar hafa orðið á norðurslóðum á undanförnum árum, breytingar sem skipta miklu máli fyrir Ísland, nú þegar og er fram í sækir. Utanríkisráðherra fjallaði um norðurslóðir í víðu samhengi í ræðu sinni og sagði ríki Norðurskautsráðsins hafa ríkar skyldur þegar kemur að þróun og uppbyggingu á svæðinu. Hvað efnahagsumsvif og fjárfestingar á norðurslóðum áhrærir sagði ráðherra að ströngustu kröfur umhverfisverndar eiga að vera leiðarstef bæði stjórnvalda og viðskiptalífsins. Þá sagði hann stefnumótun um uppbyggingu á norðurslóðum verða að taka tillit til bæði verndunar- og nýtingarsjónarmiða.

Þá fjallaði utanríkisráðherra um nýlegar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar sem styrkja stefnu Íslands í málefnum norðurslóða, m.a. sérstaka ráðherranefnd sem samhæfi störf ráðuneyta og stofnana í málefnum norðurslóða.  Meðal fleiri verkefna má telja skoðun á mögulegri uppbyggingu alþjóðlegrar björgunar- og viðbragðsmiðstöðvar á Íslandi, frekari kynningu á þýðingu norðurslóða fyrir Ísland og áframhaldandi samstarf með viðskiptalífinu til að þróa þau tækifæri sem bjóðast bæði hérlendis og erlendis.

Ræðu ráðherra má lesa  hér.

Grein utanríkisráðherra í Fréttablaðinu 11. október sl.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira