Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2013 Forsætisráðuneytið

Jólastyrkur til góðgerðarsamtaka

-

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að veita samtals 8. millj. kr. styrk í tilefni jóla til tíu góðgerðasamtaka sem starfa hér á landi. 

Styrkurinn skiptist þannig: Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Vesturlands og Hjálpræðisherinn á Íslandi fá 700.000 kr. hver samtök. Hjálparstarf kirkjunnar, Samhjálp-félagasamtök, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Rauði kross Íslands og Fjölskylduhjálp Íslands fá 900.000 kr. hver samtök.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum