Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2013 Matvælaráðuneytið

Leikskólinn Víðivellir í heimsókn í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Krakkarnir á leikskólanum Víðivöllum.
Krakkarnir á leikskólanum Víðivöllum.

Þann 12. nóvember kom hópur 5 ára leikskólabarna frá Leikskólanum Víðivöllum í Hafnarfirði í kynnisheimsókn í ráðuneytið. Tekið var á móti börnunum og þeim boðið upp á hressingu - allt frá sætabrauði og upp í harðfisk með smjöri. Svo spjall í léttum dúr áður en gengið var á hverja skrifstofu og fólk tekið tali – eða öfugt. Spennandi var að sjá ráðherraskrifstofurnar. Þá fengu þau bréf frá ráðuneytinu þar sem þeim var þökkuð heimsóknin og fengu sjálf að stimpla undir með embættismanninum.


Og ráðuneytið uppskar þakkir þessa fallega hóps í tölvupósti daginn eftir:
 „Takk kærlega fyrir, þetta var algjörlega frábær heimsókn í alla staði og við erum svo ánægð með hvað vel var tekið á á móti okkur og hvað allir voru glaðir að sjá okkur. Börnin voru alsæl og gátu ekki beðið eftir að segja foreldrum sínum hvað þau gerðu. Það voru bara þrjú börn sem fengu sér sleikjó í strætó á leiðinni til baka, hin vildu setja hann í vasann og spara hann þangað til þau kæmu heim.“
Hver er svo að tala um að ráðuneytin séu leiðinleg!!!




Níels Árni Lund skifar undir bréf til barnanna.
Níels Árni Lund skifar undir bréf til barnanna.
Nóg að gera við að stipla.
Nóg að gera við að stipla.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum