Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2013 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Síldarkvóti til smábáta aukinn um 200 tonn

síld margar
síld margar

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson hefur  með reglugerð nr. 1004/2013, gefið út 200 tonna viðbótarmagn í síld til smábáta sem eru á netaveiðum á Breiðafirði. Hafa þá samtals 700 tonn verið gefin út til þessara veiða. Heimildir sem ráðherra hefur skv. bráðabirgðaákvæði VIII í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða hafa verið fullnýttar. Þykir rétt að tilkynna samhliða þessari ákvörðun að ekki verður aukið frekar við aflaheimildir vegna síldveiða á Breiðafirði á yfirstandandi vertíð.

Með innleiðingu samningaleiðarinnar svo kölluðu, sem ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi í vetur, verður leyfilegum heildarafla skipt í tvo flokka. Annar er fyrir þá sem eru með aflahlutdeildir (samninga um leigurétt þeirra), hinn er ætlaður til atvinnu-, félags- og byggðaúrræða eins og þessa. Verði þetta innleitt þarf ekki að reiða sig á tímabundið bráðabirgðaákvæði sem þyrfti sérstakar ráðstafanir við hverju sinni, sem því væri beitt, heldur væri grundvöllur tryggari til lengri tíma í senn.

Þess má geta að til skoðunar er í ráðuneytinu að heimila frjálsar veiðar smábáta á síld fyrir „innan brú“ í Kolgrafafirði komi til þess að síld gangi þar inn í miklum mæli og hún hugsanlega drepist í kjölfarið. 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira