Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2013 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Sigurður Ingi Jóhannsson heimsækir sjávarútvegsráðherra Noregs.

Elisabeth Aspaker og Sigurður Ingi Johannsson
Elisabeth Aspaker og Sigurður Ingi Johannsson

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, átti í gær, 14. nóvember, fund  með Elisabeth Asbaker sjávarútvegsráðherra í nýrri ríkisstjórn Noregs.
 
Ráðherrarnir fóru yfir sameiginleg fiskveiðimál þjóðanna og voru sammála um að horfa ætti til tækifæra framtíðarinnar og til frekara samstarfs.
 
Nokkrir tvíhliða fiskveiðisamningar eru í gildi á milli Íslands og Noregs, auk þess sem þjóðirnar eru samstarfsaðilar innan nokkurra strandríkjasamninga. Á fundinum voru veiðar á karfa ræddar, annarsvegar á Reykjaneshrygg og hins vegar í svo kallaðri síldarsmugu en ekki hefur tekist að ganga frá samkomulagi um fyrirkomulag veiða.
 
Norski ráðherrann ítrekaði óskir sem áður hafa komið fram um að aðgangur norskra skipa á loðnuveiðum í íslensku lögsögunni verði rýmkaður. Sigurður Ingi fór yfir ýmsa þætti loðnusamningsins í samhengi við þessa beiðni Norðmanna. Sérstaklega áherslu Íslendinga á að hætta sumarveiðum og vísaði til þess að þetta yrði áfram til skoðunar á næsta fundi um loðnusamninginn, sem Ísland hefur umsjón með.
 
Ráðherrarnir fóru yfir makríldeiluna og hvernig hún hefur  skyggt á góð samskipti þjóðanna á sviði fiskveiða.  Og voru sammála um það að vegna aukningar í ráðgjöf um leyfilega heildarveiði á makríl sé tækifæri, sem ekki hefur gefist fyrr, til þess að leysa ágreininginn. Sigurður Ingi lýsti þeirri skoðun sinni að mikilvægt væri að allir legðu sitt af mörkum svo það tækifæri færi ekki forgörðum.
 

Fundað með sjávarútvegsráðherra Noregs
Fundað með sjávarútvegsráðherra Noregs

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira