Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2013 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Starf safnstjóra Listasafns Einars Jónssonar

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir laust tilumsóknar starf safnstjóra Listasafns Einars Jónssonar

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf safnstjóra Listasafns Einars Jónssonar. Um er að ræða 50% starf. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í starfið til fimm ára frá 1. janúar 2014, með möguleika á framlengingu ráðningar.

Hlutverk Listasafns Einars Jónssonar er að varðveita, sýna og rannsaka verk Einars Jónssonar, halda skrá um verk hans, heimildir um æviferil og fleira er tengist lífi og list listamannsins.
Krafist er háskólamenntunar sem nýtist í starfi og staðgóðrar þekkingar á starfssviði safnsins. 
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar n.k . Laun greiðast samkvæmt gildandi kjarasamningum BHM. Nánari upplýsingar veitir Eiríkur Þorláksson, sérfræðingur á skrifstofu menningarmála.

  • Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og starfsferil sendist mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík, eða á netfangið:[email protected].
  • Umsóknarfrestur er til 2. desember 2013.
  • Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun umráðningu hefur verið tekin.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira