Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2013 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Hófleg bjartsýni þrátt fyrir að samkomulag hafi ekki nást á makrílfundi

Makríll
Makríll

Þessa vikuna hefur staðið yfir á Írlandi samningafundur milli Íslands, Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins um veiðar á makríl. Ekki náðist samkomulag á fundinum en engu að síður gefur hann tilefni til ákveðinnar bjartsýni um að sanngjörn lausn byggð á vísindalegum grunni sé innan seilingar.

Veiðráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins ICES á makríl felur í sér um 64% hækkun á ráðlögðum afla fyrir árið 2014. Makrílstofninn er því umtalsvert sterkari en fyrri rannsóknir höfðu metið hann og felst í þessu einstakt tækifæri fyrir þjóðirnar að ná samkomulagi.

Hér eftir sem hingað til leggja Íslendingar höfuðáherslu á að makrílstofninn sé nýttur á sjálfbæran máta og að vísindalegt mat sé þar lagt til grundvallar. Af ráðlagðri veiði fái Ísland síðan í sinn hlut sanngjarnan skerf enda er stór hluti makrílstofnsins í íslenskri lögsögu á sumrin í sannkallaðri ætisveislu.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira