Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2013 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Ný reglugerð kveður á um að útgerð og áhöfn skipta með sér 20% af andvirði selds lúðuafla

Lúða
Lúða

Allar beinar veiðar á lúðu hafa verið óheimilar um tæplega tveggja ára skeið en óhjákvæmilega veiðist alltaf eitthvað magn af lúðu sem meðafli. Með nýrri reglugerð fær útgerð skips nú 20% af andvirði selds lúðuafla en hingað til hefur verið kveðið á um að allt söluandvirði þeirrar lúðu sem kemur að landi skuli renna til rannsókna samkvæmt ákvæðum laga nr. 37/1992.

Nýju reglunum er ætlað að vera hvetjandi fyrir sjómenn og útgerðir að koma að landi með þá lúðu sem veiðist sem meðafli. Sé lúðan hins vegar lífvænleg skal umsvifalaust sleppa henni, ýmist með því að skera á taum línunnar við línuveiðar eða losa af krókum við handfæra- og sjóstangsveiðar. Þá skal við botnvörpuveiðar vera rist þar sem fiski er hleypt í móttöku en þannig má koma í veg fyrir að stórlúða berist í móttöku skips. Sýna rannsóknir að lífslíkur lúðu sem sleppt er séu allgóðar og betri eftir því sem fiskurinn er stærri.

Allur lúðuafli sem berst á land skal seldur á viðurkenndum uppboðsmarkaði fyrir sjávarafurðir. Að undanskildum þeim 20% sem renna til útgerðar og áhafnar skulu forráðaðamenn viðkomandi uppboðsmarkaðar standa skil á andvirði hins selda afla að frádregnum hafnargjöldum og kostnaði við uppboðið og rennur sú fjárhæð til rannsókna.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira