Dómsmálaráðuneytið

Vegna umræðu um málefni hælisleitanda

Vegna umræðu um að upplýsingar er varða mál einstaka hælisleitanda hafi með einhverjum hætti borist fjölmiðlum vill ráðuneytið taka fram að ekkert bendir til þess að slík gögn hafi verið afhent frá embættismönnum innanríkisráðuneytisins.

Hins vegar er rétt að minna á að mál flestra hælisleitanda hafa verið til meðferðar hjá mörgum stofnunum, embættum og einstaklingum til margra ára. Ráðuneytið leggur mikla áherslu á að öll formleg gögn allra slíkra mála séu trúnaðarmál og með þau farið sem slík. Ráðuneytið eða starfsmenn þess geta samkvæmt lögum ekki tjáð sig um einstaka mál, en harma ef það hefur í einhverju tilviki gerst að trúnaðarupplýsingar berist öðrum en þeim sem um þau fjalla formlega.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn