Hoppa yfir valmynd
22. nóvember 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

„Við höfum gengið til góðs“

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði þátttakendur á málþingi Olweusar verkefnisins gegn einelti.
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði þátttakendur á málþingi Olweusar verkefnisins gegn einelti.
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði þátttakendur á málþingi Olweusar verkefnisins gegn einelti.

Um þessar mundir eru tíu ár liðin frá því að Olweusar verkefnið gegn einelti hófst hér á landi. Framkvæmdastjóri Olweusar verkefnisins er Þorlákur H. Helgason og hann hlaut nýlega sérstaka viðurkenningu á degi gegn einelti fyrir framlag sitt til þessara mála.

Í ávarpi sínu vék mennta- og menningarmálaráðherra að alvarlegum afleiðingum eineltis fyrir þann sem fyrir því verður og byggði m.a. á reynslu úr sínu nánasta umhverfi. Hann þakkaði þeim sem vinna af einurð gegn þessu samfélagsmeini fyrir mikilvægt framlag þeirra.

Á heimasíðu Olweusar verkefnisins segir m.a. um verkefnið:

Olweusaráætlunin gegn einelti hvílir á fremur fáum lykilmeginreglum sem fengist hafa staðfestar í vísindalegum rannsóknum á þróun og breytingum þessa atferlisvanda, einkum árásarhneigðu atferli. Það er því mikilvægt að reyna að koma á „endurskipulagningu þess félagslega umhverfis sem er“ og að skapa skólaumhverfi (og helst líka umhverfi heima fyrir) sem einkennist af:

  • Hlýlegum og jákvæðum áhuga og alúð hinna fullorðnu.
  • Ákveðnum römmum vegna óviðunandi atferlis.
  • Stefnufastri beitingu neikvæðra afleiðinga (refsinga), sem hvorki eru líkamlegar né óvinveittar, brjóti nemandi gegn þeim reglum sem ákveðnar hafa verið.
  • Fullorðnum í skóla (og á heimili) sem virka sem yfirboðarar við vissar aðstæður.
Þessar meginreglur hafa svo verið „þýddar“ yfir í ýmsar aðgerðir í skólum, á heimilum og hvað hvern og einn varðar … Helstu markmið aðgerðaáætlunarinnar eru þau að breyta „skipulagi tækifæra og umbunar“ fyrir einelti þannig að mjög dragi úr möguleikum á eineltisatferli og umbun fyrir það.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum